Til hamingju Emilía Kristín Bjarnason

Það var mynd Emilíu Kristínar sem hlaut flest atkvæði dómnefndar í sumarleik Skyr.is á Instagram og hlaut hún að launum tvo flugmiða til Evrópu með Icelandair. Yfir 1200 myndir bárust í keppnina og voru merktar með myllumerkinu #skyriceland. Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna og frábærar myndir og hlökkum til að bregða á leik með ykkur aftur næsta sumar.