Bananaskyrterta
Innihald:
Botn:
220 g Digestivekex
120 g smjör, bráðið
1 msk púðursykur
sjávarsalt á hnífsoddi
Fylling:
3 þroskaðir bananar, skornið í sneiðar
3 dósir bananaskyr
2 msk flórsykur, má sleppa
150 g karmellunóakropp, eða sama magn af Malteserskúlum
Aðferð:
1. Stillið ofninn á 200°.
2. Myljið kexið í matvinnsluvél eða setjið í plastpoka og berjið að utan með sleif eða öðru þungu áhaldi. Hrærið smjöri, púðursykri og salti saman við. Þrýstið deiginu niður í eldfast form sem er u.þ.b. 24 - 26 cm í þvermál. Eða notið sömu stærð af formi með lausum botni. Reynið að ýta deiginu upp á barma formsins. Bakið í 8-10 mínútur. Kælið.
3. Dreifið bananabitum jafnt yfir botninn.
4. Hrærið saman flórsykur og skyr og hellið yfir bananabitana. Dreifið jafnt. Skreytið loks með heilu eða muldu nóakroppi/maltesers. Gott er að láta tertuna standa 1-2 tíma eða lengur áður en hún er borin fram.