Brómberjaskyr-muffins með hvítum súkkulaðibitum
Innihald:
5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
2 dl sykur
2,5 dl hreint skyr
2 egg
1 tsk sítrónubörkur
2/3 dl repjuolía
70 g hvítt súkkulaði, saxað
2,5 dl brómber, frosin eða fersk
Aðferð:
1. Stillið ofninn á 170°.
2. Hrærið fyrstu átta hráefnin saman. Setjið 1 msk af deigi í hvert muffins form. Þrýstið einu brómberi ofan á. Sáldrið súkkulaðinu jafnt yfir öll formin. Skiptið síðan restinni af deiginu á formin. Setjið loks eitt brómber á hvert form. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til gullið og bakað í gegn.