Ofnbökuð peruterta með peruskyrkremi
Innihald:
4 perur eða 4 epli, kjarnhreinsaðar og skornar í bita
3/4 dl sykur
1,25 dl hveiti
75 g mjúkt smjör
1/2 dl möndlur, saxaðar
1/2 dl heslihnetur, saxaðar
1/2 dl valhnetur, saxaðar
Aðferð:
1. Stillið ofninn á 200°.
2. Raðið peru-/eplabitunum í margar litlar skálar sem þola ofnhita eða notið eitt stórt eldfast fat.
3. Hnoðið saman í skál sykri, hveiti og smjöri. Blandið hnetunum saman við deigið. Myljið deigið yfir perurnar og bakið í 10-15 mínútur.
4. Hrærið peruskyrið og flórsykur/hunang saman og berið fram með kökunni/kökunum eða setjið yfir kökuna/kökurnar