Piparmyntuskyrkaka
Innihald:
Botn:
24 stk Oreo kexkökur
130 g smjör
Skyrkaka:
500 g hreint skyr
1/4 lítri rjómi
2 msk flórsykur
200 g pipp með myntufyllingu
4 msk rjómi
1 tsk piparmyntudropar
Toppur:
100 g Pipp með myntufyllingu
4 msk rjómi
Aðferð:
Setjið kexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað. Bræðið smjör og hellið því saman við kexið og hrærið vel saman. Hellið kexblöndunni í hringlaga form ca. 22 cm að stærð og þrýstið því vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður. Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna. Bræðið Pipp með myntufyllingu yfir vatnsbaði ásamt 4 msk af rjóma. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðan alveg. Kælið súkkulaðið örlítið og blandið því svo saman við skyrið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Þeytið rjóma og blandið honum saman við skyrblönduna ásamt flórsykri og piparmyntudropum. Hrærið skyrblönduna vel saman og hellið henni í fórmið og sléttið út með sleif. Bræðið Pipp með myntufyllingu ásamt 4 msk af rjóma yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir kökuna. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.