Skyr bananasplitt - Góður eftirréttur eða biti milli mála
Innihald:
2 dósir bananaskyr
2 msk hnetusmjör
2 msk hlynsíróp
sjávarsalt á hnífsoddi
2 stórir bananar, klofnir í tvennt langsum
1 dl salthnetur, gróft saxaðar
50 g dökkt súkkulaði, gróft saxað
Aðferð:
1. Setjið fyrstu fjögur hráefnin í blandara og maukið.
2. Leggið bananana á fjóra diska eða eitt fat. Hellið skyrmaukinu yfir og sáldrið hnetum og súkkulaði ofan á.