Skyr-íspinnar
Innihald:
4 dl jarðarberjaskyr
100 g jarðarber, söxuð
50 g dökkt eða hvítt súkkulaði
Aðferð:
1. Hrærið saman skyri og berjum. Setjið í þar til gerð íspinnaform og frystið þar til gaddfreðið. Takið úr formunum og skreytið með bræddu dökku eða hvítu súkkulaði.