Skyr parfait - Góður eftirréttur eða biti milli mála
Innihald:
200 g Digestivekex með dökku súkkulaði
3 dósir ferskju- og hindberjaskyr
2 msk hunang eða hlynsíróp, má sleppa
nokkur fersk hindber
Aðferð:
1. Myljið kexið í matvinnsluvél og maukið eða setjið í poka og lemjið með sleif að utan.
2. Hrærið skyrið með hunangi/hlynsírópi. Takið fram glös eða eina stóra skál. Setjið smá kexmulning í botninn og svo örlitið skyr. Endurtakið til skiptis þar til glösin/skálin eru svo til full. Skreytið með hindberjum.