Fljótlegt skyr-tíramísú - Góður eftirréttur eða biti milli mála
Innihald:
6 ladyfingers kex
2 dl heslihnetur, möndlur eða pekanhnetur
3 dósir vanilluskyr
1 tsk vanillusykur
1/2 tsk sítrónubörkur
1 tsk sítrónusafi
fersk ber, má sleppa
Aðferð:
1. Ristið hneturnar á pönnu. Setjið til hliðar og kælið. Saxið.
2. Myljið ladyfingerskex t.d. með því að setja í plastpoka og berja með sleif. Blandið því saman við hneturnar.
3. Hrærið skyrið með vanillusykri, sítrónuberki og sítrónusafa.
4. Takið fram 4-6 glös eða eina stóra skál. Setjið smá kexmulning í botninn og svo örlítið af skyrhræringi. Endurtakið til skiptis þar til glösin/skálin eru svo til full. Skreytið með berjum ef vill.